Pólland
-
Póllandspistill 23.
Í ljósi þess að próf og verkefnaskil eru framundan þá fannst ritstjóra Fabulinusar að fremst í forgangsröðun væru pistlaskrif. Önnur bókin sem ég var að klára á árinu ber titilinn Goodbye Eastern Europe: An Intimate History of a Divided Land eftir Jacob Mikanowski. Bókin tilheyrir bókaflokknum ferðafrásagnir og held ég að Huldar Breiðfjörð sem skrifað Continue reading
-
Póllandspistill 21.
Í tengslum við lokaritgerðina sem ég er að skrifa þessa dagana hef ég verið að lesa mér til um það hvað hefur verið þýtt af íslenskum bókmenntum yfir á pólsku og svo omvent af pólskum bókmenntum yfir á íslensku. Kannski kemur það á óvart í ljósi þess hversu margir Pólverjar búa á Íslandi en það Continue reading
-
Póllandspistill 19.
Einu sinni, fyrir mörgum árum síðan, átti ég heima í Moskvu þegar ég var í skiptinámi frá rússneskudeild HÍ. Þegar ég var þar fór ég á nokkur stefnumót með manni sem kom frá sjálfstjórnarhéraðinu Tivu sem liggur að landamærum Mongólíu. Hann bauð mér einu sinni upp á hefðbundið tivískt te og til að halda því Continue reading
-
Póllandspistill 17.
„Drottinn skapaði Himininn og eftir það mældi Hann með þræði víðáttuna þar fyrir og hóf Hann að skapa Jörðina. Moldvarpa nokkur bauð Drottni hjálp og bað Drottinn hana að halda á dokkunni á meðan Hann óf munstur Jarðarinnar. Með höppum og glöppum losaði moldvarpan um of og Jörðin varð of stór fyrir víðáttuna sem var Continue reading
-
Póllandspistill 16.
Töluverð úrkoma hefur verið hér í Poznań síðustu daga og hefur áin Warta flætt yfir bakka sína. Ekki stefnir í nein flóð, en síðustu ár hefur verið mjög lítið í ánni vegna of lítillar rigningar. Vatnsbúskapur og aðgengi að vatni var eitt af því sem var til umræðu þegar síðast var gengið til kosninga í Continue reading
-
Póllandspistill 15.
Ég bið forláts á því hve langt hefur liðið á milli blogga, en bæði ákvað ég að halda heilög jól heima, auk þess sem að próf eru haldin eftir jól hér í Póllandi. Mér til mikillar gleði er ekki mikið um eiginleg lokapróf en þó nokkuð um magasársvaldandi lokaverkefni. Ekki hefur gefist nægilegur tíma til Continue reading
-
Póllandspistill 14.
Ignacy Aleksander Gierymski fæddist 30. janúar 1850 í Varsjá, sem þá var þriðja stærsta borg rússneska keisaradæmisins. Þegar hann varð 18 ára gamall hóf hann nám við Listaakademíuna í München. Hann lauk þar námi árið 1872, þá 24 ára gamall og fékk við útskrift gullmedalíu fyrir góðan árangur. Næstu tvö ár bjó hann í Ítalíu, Continue reading
-
Póllandspistill 13.
Undarlegir atburðir áttu sér stað árið 1637 í Lúblínarborg. Á þessu tíma var rekið mál fyrir dómstólum er varðaði landamerkjaágreining milli ekkju nokkurrar og stórbónda. Þó svo að ekkjan væri í fullum rétti þá bjó stórbóndinn yfir töluverðum fémunum til að halla málarekstrinum í þá hlið sem honum hentaði. Mútaði stórbóndinn dómurunum sem dæmdu í Continue reading
-
Póllandspistill 10.
Ég hef lokið prófum fyrir þessa önn og get nú loksins aftur tekið þátt í samfélagi mannanna. Í heilan mánuð fyrir próf eldaði ég engan mat, heldur róteraði ég pítsum, forelduðum kjúkling og pierogi sem ég setti í ofninn. Fyrirhafnarlaust sem og gleðilaust. Eftir að ég var búinn með munnlega prófið sem ég náði þökk Continue reading
-
Póllandspistill 8.
Ef farið er til Vilníusar, höfuðborgar Litháens, er hægt að fara til þorps sem liggur um 28 km. vestan við hana sem heitir Trakai. Þorpið er fámennt en þar búa rétt rúmlega 5.000 manns. Árið 1857 fæddist þar hjónunum Azariaszi og Maríu Kobecki sonur sem fékk nafnið Szymon. Hann hóf nám grunnskólanum þar 10 ára Continue reading