Uncategorized

  • Póllandspistill 26.

    Þessi pistill er búinn að vera í drögum hjá mér í lengri tíma. Mér gafst lítill sem enginn tími til að skrifa á síðustu önninni í Poznań. Álagið var einfaldlega of mikið, kúrsarnir voru með gífurlega mikið lesefni og pistlaskrif eru eitthvað sem ég vil hafa tíma fyrir. Þá hafði ég líka hugsað mér að Continue reading

  • Póllandspistill 25.

    Ef litið er yfir söguna hefur Austur-Evrópa verið á jaðri Evrópu. Á miðöldum var ástæðan einföld: Evrópa var samnefnari kristindóms og kristindómi lauk þar sem að heiðingjar voru við völd. Þegar heiðingjar loksins lutu lægra haldi fyrir kristnum breyttust landamæri Austur-Evrópu úr því að marka skil kristni og heiðni í að marka skil kaþólskrar kristni Continue reading

  • Póllandspistill 24.

    Á síðustu önn þegar ég var í tímum þar sem okkur var kennd akademísk ritun sagði kennarinn okkur að gott væri að lesa viss vikutímarit til að öðlast betri máltilfinningu og komast í kynni við stílbrögð sem væru ekki jafn háfleygur eða prósaískur eins og sá sem við læsum í bókmenntum. Hann sagði að betra Continue reading

  • Póllandspistill 22.

    Fyrir 11 árum síðan birtist frétt á Mbl.is sem fjallaði um sem þurfti að flýja heimili sitt í Abkasíu 1992 í kjölfar borgarastyrjaldar sem braust út þegar Abkasía lýsti yfir sjálfstæði sínu frá Georgíu. Georgía hafði þá lýst yfir sjálfstæði sínu frá Sovétríkjunum einu ári áður. Einu löndin sem viðurkenna sjálfstæði Abkasíu eru Rússland, Venesúela, Continue reading

  • Póllandspistill 20.

    Ég gerði tilraun til þess að byrja að skrifa smá pistil um heimsókn sem ég fór í ásamt öðrum í náminu í safn hér í Poznań 9. október en síðan helltust yfir mig verkefnin þannig að lítið varð úr honum. Þetta er því seinni tilraun til þess að skrifa eitthvað um Pólland, Íslendingum til uppfræðslu Continue reading

  • Póllandspistill 14.

    Ignacy Aleksander Gierymski fæddist 30. janúar 1850 í Varsjá, sem þá var þriðja stærsta borg rússneska keisaradæmisins. Þegar hann varð 18 ára gamall hóf hann nám við Listaakademíuna í München. Hann lauk þar námi árið 1872, þá 24 ára gamall og fékk við útskrift gullmedalíu fyrir góðan árangur. Næstu tvö ár bjó hann í Ítalíu, Continue reading

  • Póllandspistill 13.

    Undarlegir atburðir áttu sér stað árið 1637 í Lúblínarborg. Á þessu tíma var rekið mál fyrir dómstólum er varðaði landamerkjaágreining milli ekkju nokkurrar og stórbónda. Þó svo að ekkjan væri í fullum rétti þá bjó stórbóndinn yfir töluverðum fémunum til að halla málarekstrinum í þá hlið sem honum hentaði. Mútaði stórbóndinn dómurunum sem dæmdu í Continue reading

  • Póllandspistill 12.

    Frá því á miðnætti í gær hefur ríkt „kosningaþögn“ (pól. cisza wyborcza) í Póllandi en frá Pólverjar ganga til kosninga í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan 07:00 og verða opnir til 21:00 í kvöld. 29 milljónir manns eru á kjörskrá, þar af hálf milljón sem er búsett erlendis. Mikil óvissa er um vægi atkvæða erlendis, þar Continue reading

  • Póllandspistill 11.

    Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Austur-Póllandi á síðustu árum. Búið er að skipta út hægfara lestum fyrir fljótari, leggja fleiri brautarteina auk þess sem vegir hafa verið lagaðir. Austur-Pólland og pólska dreifbýlið hafa löngum verið helsta vígi stjórnarflokksins „Lög og réttlæti“ (pól. Prawo i Sprawiedliwość eða PiS). Hafa meðlimir flokksins, sem nú hefur Continue reading

  • Póllandspistill 9.

    Ég byrja á því að biðjast forláts. Ég hef ekki verið jafn duglegur og ég ætlaði mér en oft þegar ég hugsa um hvað ég vilji skrifa fallast mér hendur því það er frá svo mörgu að segja þegar það kemur að Póllandi. Mig langar til að byrja á því að bjóða ykkur í stuttan Continue reading