Poland
-
Póllandspistill 13.
Undarlegir atburðir áttu sér stað árið 1637 í Lúblínarborg. Á þessu tíma var rekið mál fyrir dómstólum er varðaði landamerkjaágreining milli ekkju nokkurrar og stórbónda. Þó svo að ekkjan væri í fullum rétti þá bjó stórbóndinn yfir töluverðum fémunum til að halla málarekstrinum í þá hlið sem honum hentaði. Mútaði stórbóndinn dómurunum sem dæmdu í Continue reading
-
Póllandspistill 12.
Frá því á miðnætti í gær hefur ríkt „kosningaþögn“ (pól. cisza wyborcza) í Póllandi en frá Pólverjar ganga til kosninga í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan 07:00 og verða opnir til 21:00 í kvöld. 29 milljónir manns eru á kjörskrá, þar af hálf milljón sem er búsett erlendis. Mikil óvissa er um vægi atkvæða erlendis, þar Continue reading
-
Póllandspistill 9.
Ég byrja á því að biðjast forláts. Ég hef ekki verið jafn duglegur og ég ætlaði mér en oft þegar ég hugsa um hvað ég vilji skrifa fallast mér hendur því það er frá svo mörgu að segja þegar það kemur að Póllandi. Mig langar til að byrja á því að bjóða ykkur í stuttan Continue reading
-
Póllandspistill 8.
Ef farið er til Vilníusar, höfuðborgar Litháens, er hægt að fara til þorps sem liggur um 28 km. vestan við hana sem heitir Trakai. Þorpið er fámennt en þar búa rétt rúmlega 5.000 manns. Árið 1857 fæddist þar hjónunum Azariaszi og Maríu Kobecki sonur sem fékk nafnið Szymon. Hann hóf nám grunnskólanum þar 10 ára Continue reading
-
Póllandspistill 7.
Einu sinni voru karl og kerling sem hétu Hirsz og Gitel Rubinstein. Þau voru gyðingar og bjuggu í Podgórze sem þá var borg suður af Kraká. Í desembermánuði árið 1872 eignuðust þau stúlku sem fékk nafnið Chaja. Stuttu seinna flutti litla fjölskyldan til Krakár í gyðingahverfið sem hét og heitir Kazimierz. Þau eignuðust 11 börn Continue reading
-
Póllandspistill 6.
Síðasta sunnudag ákváðum við Karol vinur minn að hittast á kaffihúsinu Kahawa hér í Poznań. Karol er með BA gráðu í ungversku og var byrjaður að læra tékknesku áður en að hann flutti til Poznań til að hefja nýtt BA nám í nytjamálfræði og þvermenningarlegum samskiptum. Nytjamálfræði er lík hefðbundnu málfræðinámi að því leytinu til Continue reading
-
Póllandspistill 5.
„Kölski – eins og vitað er – var ekki sérstaklega hrifinn af kirkjum og vildi gjarnan sjá þær eyðilagðar. Þegar svo bar til, að kirkja hrundi eða stóð í ljósum logum, var talið víst að Kölski værið sökudólgurinn. Einu sinni, fyrir langa löngu, þegar verið var að byggja eina af mörgum kirkjum Wrocław varð Kölska Continue reading
-
Póllandspistill 3.
Árið 1910 fæddist í smábænum Gąbin fæddist stúlka sem fékk nafnið Rejzl Żychlińska. Foreldrar hennar voru gyðingar. Hún kláraði þar grunnskólanám en þar stúlkum stóð ekki frekari uppfræðsla til boða juku foreldrar hennar við menntun hennar með því að ráða einkakennara handa henni. Hún orti ljóð bæði á pólsku og jiddísku sem var það mál Continue reading
-
Enginn veit neitt.
Eitt og annað, m.a. um vorðboðamorð. Árið 1947 leikstýrði tékkneski leikstjórinn Josef Mach myndinni „Nikdo nic neví“, sem íslenska mætti sem „Enginn veit neitt“. Um er að ræða gamanmynd sem á sér stað í seinni heimstyrjöldinni. Hefst myndin á því að verkfræðingur að nafni Bureš tekst að komast undan nasistum með því að flýja yfir Continue reading