Pólland
-
Póllandspistill 23.
Í ljósi þess að próf og verkefnaskil eru framundan þá fannst ritstjóra Fabulinusar að fremst í forgangsröðun væru pistlaskrif. Önnur bókin sem ég var að klára á árinu ber titilinn Goodbye Eastern Europe: An Intimate History of a Divided Land eftir Jacob Mikanowski. Bókin tilheyrir bókaflokknum ferðafrásagnir og held ég að Huldar Breiðfjörð sem skrifað Continue reading
-
Póllandspistill 22.
Fyrir 11 árum síðan birtist frétt á Mbl.is sem fjallaði um sem þurfti að flýja heimili sitt í Abkasíu 1992 í kjölfar borgarastyrjaldar sem braust út þegar Abkasía lýsti yfir sjálfstæði sínu frá Georgíu. Georgía hafði þá lýst yfir sjálfstæði sínu frá Sovétríkjunum einu ári áður. Einu löndin sem viðurkenna sjálfstæði Abkasíu eru Rússland, Venesúela, Continue reading
-
Póllandspistill 20.
Ég gerði tilraun til þess að byrja að skrifa smá pistil um heimsókn sem ég fór í ásamt öðrum í náminu í safn hér í Poznań 9. október en síðan helltust yfir mig verkefnin þannig að lítið varð úr honum. Þetta er því seinni tilraun til þess að skrifa eitthvað um Pólland, Íslendingum til uppfræðslu Continue reading
-
Póllandspistill 19.
Einu sinni, fyrir mörgum árum síðan, átti ég heima í Moskvu þegar ég var í skiptinámi frá rússneskudeild HÍ. Þegar ég var þar fór ég á nokkur stefnumót með manni sem kom frá sjálfstjórnarhéraðinu Tivu sem liggur að landamærum Mongólíu. Hann bauð mér einu sinni upp á hefðbundið tivískt te og til að halda því Continue reading
-
Póllandspistill 18.
Námið sem ég er í hérna úti ber heitið ‘pólsk fræði fyrir útlendinga’. Innan námsins eru svokallaðir skyldukúrsar sem við öll tökum sem skráð erum í námið. Allir sem eru í náminu þurfa síðan að velja sér eitt af tveim kjörsviðum: – Kynning á pólskri menningu.– Þýðing og bókaútgáfu. Ég vona að það komi engum Continue reading
-
Póllandspistill 17.
„Drottinn skapaði Himininn og eftir það mældi Hann með þræði víðáttuna þar fyrir og hóf Hann að skapa Jörðina. Moldvarpa nokkur bauð Drottni hjálp og bað Drottinn hana að halda á dokkunni á meðan Hann óf munstur Jarðarinnar. Með höppum og glöppum losaði moldvarpan um of og Jörðin varð of stór fyrir víðáttuna sem var Continue reading
-
Póllandspistill 16.
Töluverð úrkoma hefur verið hér í Poznań síðustu daga og hefur áin Warta flætt yfir bakka sína. Ekki stefnir í nein flóð, en síðustu ár hefur verið mjög lítið í ánni vegna of lítillar rigningar. Vatnsbúskapur og aðgengi að vatni var eitt af því sem var til umræðu þegar síðast var gengið til kosninga í Continue reading
-
Póllandspistill 15.
Ég bið forláts á því hve langt hefur liðið á milli blogga, en bæði ákvað ég að halda heilög jól heima, auk þess sem að próf eru haldin eftir jól hér í Póllandi. Mér til mikillar gleði er ekki mikið um eiginleg lokapróf en þó nokkuð um magasársvaldandi lokaverkefni. Ekki hefur gefist nægilegur tíma til Continue reading
-
Póllandspistill 13.
Undarlegir atburðir áttu sér stað árið 1637 í Lúblínarborg. Á þessu tíma var rekið mál fyrir dómstólum er varðaði landamerkjaágreining milli ekkju nokkurrar og stórbónda. Þó svo að ekkjan væri í fullum rétti þá bjó stórbóndinn yfir töluverðum fémunum til að halla málarekstrinum í þá hlið sem honum hentaði. Mútaði stórbóndinn dómurunum sem dæmdu í Continue reading
-
Póllandspistill 12.
Frá því á miðnætti í gær hefur ríkt „kosningaþögn“ (pól. cisza wyborcza) í Póllandi en frá Pólverjar ganga til kosninga í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan 07:00 og verða opnir til 21:00 í kvöld. 29 milljónir manns eru á kjörskrá, þar af hálf milljón sem er búsett erlendis. Mikil óvissa er um vægi atkvæða erlendis, þar Continue reading